Stærsta hlutafjárútboð ársins í Bandaríkjunum er í farvatninu. Þar verða boðnir til sölu hlutir í fyrirtæki sem margir hafa aldrei heyrt talað um. Alibaba er kínversk netsölufyrirtæki. Tekjur þess eru meiri en tekjur Amazon og eBay eru samanlagðar.

Hlutafjárútboðið fer fram í Hong Kong. Talið er að hlutir í fyrirtækinu muni seljast fyrir 15 milljarða dala, sem myndi þá samsvara 2300 milljörðum íslenskra króna. Gangi það eftir er markaðsvirði fyrirtækisins um 200 milljarðar dala.

„Við búumst við því að þetta verði stærsta hlutafjárútboð með nokkuð tæknifyrirtæki, sagði Maz Wolff aðalhagfræðingur við Citizen VC. „Þetta er há tala, sennilegast met í einhverjum skilningi,“ bætir hann við.

Los Angeles Times greindi frá.