Í síðustu viku var haldinn undirbúningsfundur vegna stofnunar klasasamstarfs fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði. Matarklasinn svokallaði er reistur á fyrirmynd sjávarklasans sem hefur náð góðum árangri í að tengja saman ólík fyrirtæki á sviði sjávarútvegs.

Stefnt er að því að halda stofnfund Matarklasans snemma í næsta mánuði en að sögn Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, eins stofnenda klasans, hafa fjölmörg fyrirtæki sýnt framtakinu áhuga.

Raungera tækifæri

„Fyrst og fremst snýst Matarklasinn um að búa til ný verkefni og fyrirtæki,“ segir Þórdís. „Við viljum tengja saman frumkvöðla við fjármagn og þekkingu frá stærri aðilum í matarframleiðslu. T.d. hafa brugghúsin verið að nýta sér þekkingu stóru bruggframleið­ enda landsins og það hefur skilað ávinningi fyrir báða aðila. Nú þegar hefur orðið til skemmtilegt verkefni hjá okkur sem byggist á samstarfi Codland og Mjólkursamsölunnar. Markmiðið er fyrst og fremst að sjá ný tækifæri og hjálpa til við að raungera þau.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .