Stórar breskar lögmannsskrifstofur eru farnar að setja saman sérstök teymi sérfræðinga til að ráðleggja fyrirtækjum um afleiðingar hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands í ESB gæti farið fram næsta sumar og eru mörg fyrirtæki farin að vinna að undirbúningi fyrir slíka útgöngu.

Í samtali við FT segir Susan Bright, framkvæmdastjóri Hogan Lovells, að teymi stofunnar, sem telur um 40 manns, hafi þegar ráðlagt níu viðskiptavinum. „Við erum að ræða við viðskiptavini okkar um hugsanlegar afleiðingar útgöngu, en enginn veit raunar hvað getur gerst,“ segir hún, en bætir við að útganga Bretlands gæti haft áhrif á samninga og samruna milli ríkja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .