Ríkisstjórnin og  ráðherranefndir hafa undirbúið viðbrögð stjórnvalda ef evrusamstarfið myndi líða undir lok. Þetta hefur verið gert á þessu ári og í fyrra. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Steingrím J. Sigfússon, efnahagsráðherra, hvort að undirbúningur vegna vandræða á evrusvæðinu og mögulegs hrun evrunnar hefði farið fram af hálfu stjórnvalda. Illugi sagði augljóst að hrun evrunnar  myndi hafa mikil áhrif á efnahag Íslendinga. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Efnahagsráðherra sagði ríkisstjórnina og ráðherranefndir fylgjast náið með stöðunni í Evrópu. Til umræðu hafi meðal annars verið ráðstafanir varðandi nauðsynlega stærð gjaldeyrisforðans ef til þess kæmi að evrusamstarfið liði undir lok.