Tillögur undirbúningsnefndar um millidómstig verða lagðar fyrir innanríkisráðherra í lok þessa mánaðar. Mun nýtt millidómstig fá nafnið Landsréttur ef tillaga nefndarinnar nær fram að ganga, að því er fram kemur á vef RÚV.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði í fyrra nefnd til að útfæra ýmis atriði er varða tilkomu millidómstigs á Íslandi. Vinna nefndarinnar er nú langt á veg komin.

Samkvæmt frétt RÚV er gert ráð fyrir að fimmtán nýjar dómarastöður verði til í Landsrétti. Álag á Hæstarétt muni minnka og Hæstaréttardómurum fækka.