Kólumbíska ríkisstjórnin, undir handleiðslu Manuel Santos, sem hlaut nýverið friðarverðlaun Nóbels, hefur skrifað undir nýjan friðarsamning við uppreisnarhópinn Farc. Leiðtogi Farc — sem kallaður er Timoschenko — skrifaði undir samninginn fyrir þeirra hönd.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá hafnaði meirihluti Kólumbíumanna, friðarsamkomulagi við samtökin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í október, en nú skal láta reyna aftur á því að koma á friði í landinu. Friðarsamkomulagið kæmi til með að binda enda á 52 ára átaka milli Kólimbíu og Farc skæruliðanna.

Þessi tilraun fer ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur bíður hann nú samþykki kólumbíska þingsins. Flokkur Santos hefur ríflegan meirihluta í þinginu. Undirskrift samningsins fór fram í dag í höfuðborg Kólumbíu, Bogota, við lágstemmda athöfn.

Að sögn Santos, forseta Kólumbíu, er nýi friðarsamningurinn betri en sá fyrri, vegna þess að hann tæki tillit til þeirra athugasemda sem bárust þegar fyrri friðarsamningnum var hafnað.