Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan samning í gærkvöld. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Samningurinn var til eins árs og kveður á um 7,3% hækkun 1. desember næstkomandi og 3,5% hækkun 1. mars 2017.

Til viðbótar kemur eingreiðsla 1. janúar upp á 204 þúsund krónur fyrir þá sem starfa í 100% starfi. Einnig verður öll gæsla greidd í yfirvinnu. Stefnt er að því að kjósa um samninginn mánudaginn 5. desember. Hann kæmi til með að gildi til nóvember 2017.