„Við gerum ráð fyrir að það verði gengið frá fjárfesting­arsamningnum í næstu viku,“ segir Halldór Jóhannsson, að­ stoðarmaður kínverska fjárfestisins Huang Nubo, sem hyggur á uppbyggingu ferðaþjón­ustu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Halldór segir að miðað við aðra samn­ inga sem ríkið hefur gert áður ætti samningurinn að berast þeim í næstu viku ef ekkert óeðlilegt komi upp á. Nú er verið að undirbúa stofnun félags hér á landi sem mun halda utan um viðskipti Nubo vegna þessara fyrirhuguðu fjárfestingar.

Ekki hefur verið gefið upp hve mikils virði ívilnanirnar eru sem fel­ast í fjárfestingasamningum milli Nubo og ríkisins en heildarfjárfesting er áætluð 16,2 milljarðar á næstu fimm árum.