Greiningardeild Landsbankans undirvogar afþreyingar- og fjölmiðlafyrirtækið 365 í afkomuspá sinni. Hún birtir ekki verðmat á félagið en segir verðmatsmatskennitölur háar. Þá er starfsumhverfið krefjandi, og nefnir greiningardeildin einnig kostnaðarhækkanir og minni hagvöxt. EV/EBITDA 2007 er 14.

?Á fyrsta ársfjórðungi 2007 gerum við ráð fyrir að tekjur 365 nemi 2.785 m.kr. Er það 5,6% vöxtur milli ára ef miðað er við þá starfsþætti Dagsbrúnar sem nú heyra undir 365. Við gerum hins vegar ráð fyrir að EBITDA framlegð ríflega tvöfaldist milli ára og nemi 10% af tekjum. Skýrist það af hagræðingaraðgerðum og endurskipulagningu.

Sem dæmi má nefna að útgáfurétturinn að DV hefur verið seldur og rekstri NFS hætt. Við reiknum þó ekki með að viðsnúningur náist í rekstrinum fyrr en 2008. Lækkun fjármagnskostnaðar er forgangsverkefni stjórnenda, en í því samhengi er sala á eignarhlutum í Wyndeham (19% hlutur) og Hands Holding (30% hlutur) lykilatriði,? segir greiningardeildin.