SVÞ- Samtök verslunar og þjónustu lýsa undrun sinni á því skilningsleysi á hagsmunum rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur sem birtist í þeirri ákvörðun borgarinnar að loka Hverfisgötu neðan Snorrabrautar í dag á milli kl. 7-9 og 15-18 og sömu götu á milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs allan daginn í tilefni af evrópskri samgönguviku.

Ljóst er að með þessu er fólk hrakið úr miðbænum og þeir sem vegna vinnu sinnar þurfa að fara í miðbæinn lenda t.d. í því við bílastæðahús að komast ekki inn í þau fyrr en eftir kl.9 og síðan ekki heim fyrr en eftir kl.18 á morgun.

Í tilkynningu frá SVÞ kemurfram að samtökin mótmæla þessari ákvörðun fyrir hönd rekstraraðila í miðborginni og telja að borgaryfirvöld þurfi að beita öðrum aðferðum til að fá fólk til að nota almenningssamgöngur en að loka miðborginni eins og nú er gert.