Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undrast undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalda. Hann segir í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að ef ekki verði gerðar breytingar á veiðigjöldum til eins árs eins og hann mælti fyrir á Alþingi þá verði engin veiðigjöld lögð á. Hann vísaði til þess að lög um veiðigjald sem síðasta ríkisstjórn hafi lagt á sé óframkvæmanlegt.

Í fréttum Stöðvar 2 kom fram í dag að sett hafi verið af stað undirskriftarsöfnun í síðustu viku gegn lækkun veiðigjalda og hafi 21 þúsund manns skrifað undir.

„Ef við hefðum ekkert gert þá hefði ekki verið nein veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Lögin voru óframkvæmanleg. Þau voru þannig úr garði gerð að ekki var hægt að leggja á veiðigjöld.„Það var skýrt að sama hvaða ríkisstjórn væri hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði hann.