Ungt bandarískt fólk á aldrinum 18 til 29 ára eru þrisvar sinnum líklegri til að geyma sparifé á bankareikningi í peningum frekar en í hlutabréfum. Þessu greinir CNN frá.

Eftir efnahagshrunið er ungt fólk mun hræddara við að fjárfesta í hlutabréfum en áður sem er að hafa slæm áhrif á hlutabréfamarkað Bandaríkjanna og framtíðar fjárhagsstöðu kynslóðarinnar.

Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þessi kynslóð muni ekki eiga nóg fyrir ellilífeyrinum sínum ef hún þorir ekki að taka smá áhættu til að ávaxta peningana sína.

Samkvæmt könnun sem gerð var vilja 39% af aldurshópnum geyma sparifé sitt til næstu tíu ára í peningum á bankareikningi, 24% vilja fjárfesta í fasteign og 13% í hlutabréfum.