Ríflega helmingur Breta sem eru yngri en 35 ára búast við því að vera verr stödd fjárhagslega vegna ákvörðunar Breta að ganga úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri könnun CNN .

Samkvæmt rannsókninni þá kemur fram að því eldra sem fólk er þeim mun minni áhyggjur hefur fólk varðandi fjárhagslega framtíð sína. 61% af svarendum á aldrinum 18 til 24 ára halda að þau séu verr stödd fjárhagslega eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, en einungis 38% yfir 65 ára.

Einungis 25% af svarendum töldu sig þó betur stadda í kjölfar útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Eftir Brexit, þá hefur pundið veikst talsvert, en það hefur til að mynda veikst um 17% gagnvart dollaranum. Hinir ýmsu greiningaraðilar bentu á að útgangan hefði neikvæð áhrif á efnahag landsins til skemmri tíma, og Seðlabanki Bretlands benti á því að hún hefði neikvæð efnahagsleg áhrif.

Þeir sem töluðu fyrir útgöngu bentu á að hægt væri að eyða auknum fjármunum ríkisins í Bretlandi, til að mynda í heilbrigðisþjónustu.