*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 8. október 2014 20:30

Ungir fjárfestar með fyrstu skrefin á hreinu - Myndir

Ungir fjárfestar hittust og ræddu fyrstu skrefin í fjármálum á fundi í Háskólanum í Reykjavík.

Jóhannes Stefánsson

Ungir Fjárfestar stóðu fyrir fundi um fyrstu skrefin í fjármálum fyrir stuttu.

Fundurinn fjallaði um hvernig væri skynsamlegt að haga sér í fjárfestingum, ávöxtun, skuldsetningu og hvað bæri að hafa í huga þegar fyrstu skrefin í fjárfestingum væru tekin.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar og Kolbrún Kolbeinsdóttir hjá fagfjárfestaþjónustu VÍB fóru yfir málin og ræddu hver væru algengustu mistök nýliða í fjárfestingum.

Fundurinn var haldinn í Háskólanum í Reykjavík.