Á þingi Sambands ungra framsóknarmanna árið 1975 var ný stjórn kjörin, eins og vera ber. Í stjórninni það ár sátu þónokkrir menn sem síðar áttu eftir að láta til sín taka í íslenskum stjórnmálum, þar á meðal Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Fjallað var um gömlu myndina í Viðskiptablaðinu 25. apríl 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .