Kanadíska ungstirnið Justin Bieber prýðir nýjasta tölublað bandaríska tímaritsins Forbes og er hann aðalumfjöllunarefni blaðsins. Áhersla blaðsins er leiðin á toppinn en Bieber er fyrsta stjarnan sem spratt upp úr netsamfélaginu en eins og fyrir löngu er þekkt steig hann fyrstu sporin á tónlistarsviðinu á YouTube. Þar ráku menn i tónlistargeiranum augun í hann og skaust hann fljótt upp á stjörnuhimininn eftir það.

Bieber er rétt nýorðinn 18 ára og hefur hann síðastliðin tvö ár þénað að meðaltali eina milljón dala á degi hverjum. Það gera 130 milljónir íslenskra króna - 94 milljarða á tveimur árum.

Eins og blaðið greinir frá þá hefur Justin Bieber af þeim sökum staðið utan við hefðbundið og rótgróið viðskiptamódel. Aðdáendur hans eru virkir á netmiðlum, svo sem á Facebook, og flaggar hann þeim heiðri að fleiri tvíta um hann á Twitter en Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og Mitt Romney, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokkisins.

Vefsíða Forbes