Atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu hefur verið á milli 19 til 25 prósentum síðastliðin átta ár. Á Spáni og á Grikklandi er atvinnuleysið nú tæplega 40 prósent. Til samanburðar þá er atvinnuleysi ungs fólks í Bandaríkjunum og í októbers í fyrra mældist atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi 2,9 prósent á Íslandi.

Í umfjöllun CNNMoney er tekið fyrir  atvinnuleysi ungs fólks og þar kemur fram að talið sé að það hafi mikil áhrif á þætti á borð við upprisu popúlisma í Evrópu, og gæti reynst mikill áhrifavaldur í frönsku forsetakosningunum sem haldnar eru á næstunni. Ræddi bandaríski miðillinn við nokkra unga Evrópubúa þeirra ríkja sem hafa þurft að glíma við atvinnuleysi.

Edda Ferrara er 24 ára og kemur frá Ítalíu, þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 35 prósent eins og sakir standa. „Ég á erfitt að sætta mig við það að vera atvinnulaus,“ segir Ferrara, sem útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur fyrir ári. Hún telur skrifræði og frændhygli gera ungu fólki erfitt að fá vinnu í Ítalíu.

Stelios Qerimaj, er 23 ára og býr í Grikklandi þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 48 prósent. Hann segir einfaldlega. „Það eru engin störf. Þegar ég spyr, þá fæ ég þau svör að það sé verið að reka fólk en ekki að ráða.“ Hann telur að það sé best fyrir hann að yfirgefa landið ef hann vill fá starf.

Bamody Camara er 22 ára gamall og býr í Frakklandi, þar sem atvinnuleysi ungs fólks nemur 24 prósentum. „Ég kem úr fátækrahverfi. Það er ekkert fyrir mig hér, nema hlutastörf við þrif,“ segir Camara, sem hefur verið atvinnulaus í ríflega ár.