Ungt og vel menntað fólk, sem hefur jafnvel tvær meistaragráður, á í erfiðleikum með að fá atvinnu við hæfi eftir útskrift. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Algengt er að um og yfir hundrað manns sæki um störf sem vinnumiðlarnir auglýsa þessa dagana.

Þórir Þorvarðarson ráðningastjóri Hagvangs segir að svo virðist vera sem minna framboð sé á störfum fyrir fólk með sér- eða háskólamenntun en almennum störfum.

Þórir segir fjölda umsækjenda verða til þess að margt ung fólk fái ekki vinnu við sitt hæfi.