Fjárhagsstaða fólks á aldrinum 25 til 35 er viðkvæm og er það aðallega vegna mikillar skuldsetningu þessa hóps vegna annars en fasteigna. Þetta segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, sem fjallaði um fasteignamarkaðinn á fundi deildarinnar í morgun.

Regína segir þennan hóp ekki hafa bolmagn til að stækka hratt við sig húsnæði.