Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir hljóðið frekar þungt í forystumönnum ASÍ vegna komandi kjaraviðræðna. Forystumennirnir hafi orðið fyrir vonbrigðum með svör stjórnvalda við skattatillögum ASÍ. Stjórnvöld vilji ekki taka upp sérstakan persónuafslátt til að koma til móts við þá tekjulægstu.

„Stjórnvöld vilja bara fara í almenna breytingu á skattkerfinu,“ segir hann. ASÍ hefur meðal annars lagt til að tekinn verði upp sérstakur mánaðarlegur 20 þúsund króna persónuafsláttur sem fari lækkandi frá 150 þúsund kr. og fjari út við 300 þúsund kr. tekjur á mánuði. ASÍ taldi að ef stjórnvöld myndu ganga að þessum og fleiri tillögum í skattamálum gæti það liðkað fyrir lausn kjaraviðræðnanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.