Framkvæmdastjóri ítalska bankans UniCredit, Alessandro Profumo, sagði í gær að stefna bankans væri sú að halda áfram að útvíkka starfsemi sína í Austur-Evrópu með áframhaldandi yfirtökum á öðrum bönkum á svæðinu. Hann sagði jafnframt að UniCredit teldi að mikil vaxtartækifæri væru fyrir hendi í Rússlandi, Kasakstan, Tyrklandi, Rúmeníu og Úkraínu.

Tekjur ítalska bankans af viðskiptastarfsemi sinni í Mið- og Austur-Evrópu, Póllandi, Austurríki og Þýskalandi telja núna um 54% af heildartekjum bankans. Profumo upplýsti að um þessar mundir stæðu yfir viðræður um yfirtöku á öðrum banka, en hann vildi hins vegar ekki greina frá því í hvaða landi sá banki væri, nema að það væri ekki í Evrópusambandinu.