Stjórn ítalska risabankans UniCredit er sögð íhuga að selja nýtt hlutafé fyrir 7,5 milljarða evra. Þetta á að gera til að bæta eiginfjárstöðu bankans og fylla upp í brunagöt í efnahagsreikningi bankans. Bankastjórinn Federico Ghizzoni er sömuleiðis sagður skoða ýmsar leiðir til að hagræða í rekstri, þar á meðal segja upp allt að 5.000 manns úr starfsliði bankans.

Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar af málinu segir að hlutafjársalan sé líður í nýlegri samþykkti bankamálayfirvala aðildarríkja Evrópusambandsins sem kveður á um að eiginfjárhlutfall banka og fjármálafyrirtækja verði 9%.

Á meðal eigna UniCredit, sem er umsvifamesti banki Ítalíu, eru ítölsk ríkisskuldabréf upp á 39 milljarða evra sem hafa fallið mjög í verði eftir því sem liðið hefur á skuldakreppuna.

Hlutabréf bankans lækkuðu í dag um rúm 6% í kauphöllinni í Mílanó.

UniCredit, einn stærsti banki Evrópu.
UniCredit, einn stærsti banki Evrópu.