*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 20. maí 2019 18:42

United Airlines flýgur milli Reykjavíkur og NY

Frá og með 7. júní mun United Airlines á ný bjóða upp á daglegar ferðir milli Íslands og Newark flugvallar.

Ritstjórn

Frá og með 7. júní mun United Airlines á ný bjóða upp á daglegar ferðir milli Íslands og Newark flugvallar við New York en þar er félagið er með sína helstu starfsstöð. Ferðirnar verða í boði fram til 4. október. Frá þessu er greint á vef Túrista.

Við erum hæstánægð með að halda úti beinu flugi milli Reykjavíkur og New York/Newark í sumar. Flugið býður ekki aðeins viðskiptavinum okkar á Íslandi uppá þægilega komutíma í New York borg heldur einnig möguleika á tengiflugi til meira en 70 áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karabíska hafinu eða Mið-Ameríku,” segir Bob Schumacher, framkvæmdastjóri sölusviðs United í Bretlandi, Írlandi og Íslandi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is