Bandaríska flugfélagið, United Airlines, sem er þriðja stærsta flugfélag Bandaríkjanna hefur skrifað undir viljayfirlýsingu á kaupum á 50 nýjum flugvélum fyrir andvirði 10 milljarða Bandaríkjadala.

Á fréttavef Reuters kemur fram að félagið hafa pantað 25 vélar af gerðinni A350 frá Airbus og jafnmargar 787 Dreamliner frá Boeing en því til viðbótar á United Airlines kauprétt á 50 vélum af hvorri tegund til viðbótar.

Hvorug vélin hefur enn flogið. Vél Boeing, 787 Dreamliner, er að mestu leyti tilbúinn þó enn eigi eftir að reynslufljúga fyrstu vélinni. Hún er nú 2 árum á eftir áætlun. A350 vél Airbus er þó enn á framleiðslustigi er Airbus áætlar að afhenda fyrstu vélina árið 2013.

Flugfélagið hefur ekki gefið upp hvernig það hyggst fjármagna vélarnar en þó tekið fram að fjármögnunin sé tryggð. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði afhentar á árunum 2016 – 2019 og um leið muni félagið leggja Boeing 747 og 767 vélum sínum.