Bandaríska flugfélagið, United Airlines sagði í gær upp 950 flugmönnum eða um 14% flugmönnum félagins að því er Reuters fréttastofan greinir frá en hækkandi eldsneytisverð og minni sala er sögð meginástæða uppsagnanna.

Félagið hafði áður tilkynnt að um 1.600 manns yrði sagt upp vinnunni af ýmsum deildum og kemur þessi hópuppsögn til viðbótar við þá áætlun.

Þá tilkynnti félagið í byrjun júní að hátt í 100 eldri flugvélar í eigu félagsins yrðu kyrrsettar.