United Airlines hóf árstíðabundið áætlunarflug á milli Keflavíkur New York þann 24. maí 2018. Flogið verður daglega til 4. október 2018. Komu fyrsta flugsins frá New York var fagnað með vatnsboga á Keflavíkurflugvelli. Viðskiptavinir, gestir, starfsfólk United og áhöfnin, ásamt Patrick Quayle, aðstoðarframkvæmdastjóra alþjóðasviðs United,

Marcel Fuchs, aðstoðarsölustjóra United, Hlyni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Keflavíkurflugvallar og Grétari Garðarssyni, verkefnastjóra á viðskiptaþróunarsviði, tóku því næst þátt í sérstakri opnunarhátíð við hliðið áður en flug United númer 139 hélt af stað til New York/Newark.

„Það er okkur ánægja að hefja árstíðabundið áætlunarflug á milli Keflavíkur og heimahafnar okkar í New York/Newark,” sagði Bob Schumacher, framkvæmdastjóri sölusviðs United í Bretlandi, Írlandi og á Íslandi. „Þetta nýja flug eflir alþjóðlegt leiðakerfi okkar og eykur valfrelsi íslenskra neytenda þar sem boðið er upp á hátt í 70 bein tengiflug frá New York/Newark til áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karíbahafi og Mið-Ameríku.

„Okkur er það mikil ánægja að bjóða United Airlines velkomið í sístækkandi hóp úrvalsflugfélaga sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Við sjáum fram á langt og farsælt samstarf,“ sagði Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli. „United á hátt í 90 ára flugsögu að baki og við hlökkum til að starfa með þeim að því að tryggja að ferðalag viðskiptavina okkar sé fyrsta flokks.“