Kísilmálmsmiðjan United Silicon hlaut 30.648.624 krónur í ríkisaðstoð á árunum 2015 og 2016. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykjavík Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um United Silicon.

Nánar tiltekið var umrædd ríkisaðstoð 16.686.725 kr. vegna ársins 2015 og 13.961.900 kr. vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. United Silicon hefur sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingaverkefnisins. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins að því er kemur fram í svari ráðherra.