Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur keypt ísraelska fyrirtækið RestAR. Yfirtakan á að styðja við tækni Unity hvað varðar starfsemi tengda þrívíddarlausnum, að því er segir í tilkynningu Nasdaq um málið. Kaupverðið liggur ekki fyrir.

Sagt er frá því að RestAR sé leiðandi í rauntíma þrívíddarlausnum (e. RT3D). Á meðal notendum tækninnar eru tískufataverslanir og netsöluaðilar og gerir tækni RestAR þeim kleift að varpa vörunum sínum í hágæðalausn á þrívíddarformi í gegnum snjallsíma.

RestAR mun styðja við starfsemi Unity Forma sem gengur út á þrívíddarlausn fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Á meðal notenda af Unity Forma má nefna þýska bílaframleiðandann Volkswagen.

Haft er eftir stjórnanda hjá Unity Create Solutions að yfirtakan sé liður í vegferð Unity að gera öllum fyrirtækjum kleift að nýta þrívíddarlausn til þess að markaðssetja sína vöru. Með RestAR sé slíkt hægt án þess að búa yfir sérhæfðri tæknikunnáttu og krefst ekki neins vélbúnaðar.