*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 8. júlí 2014 15:26

Unity verðmætasta internetfyrirtæki Danmerkur

Unity Technologies sem Davíð Helgason stofnaði ásamt tveimur félögum er verðmætasta internetfyrirtækið í Danmörku.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Samkvæmt úttekt The Economist um verðmætasta internet fyrirtækið í hverju landi er Unity Technologies verðmætasta internet fyrirtækið í Danmörku. Fyrirtækið er metið á 1 milljarð bandaríkja dala eða um 114 milljarða íslenskra króna.

Davíð Helgason stofnaði fyrirtækið í Danmörku árið 2003 ásamt tveimur öðrum, Dana og Þjóðvera. Í dag stýrir Davíð yfir 300 manna fyrirtæki frá San Francisco í Bandaríkjunum með starfsemi í 15 löndum. 

Unity Technologies framleiðir verkfæri fyrir tölvuleikjaframleiðendur, smáa sem stóra, og er tæknin sú vinsælasta hjá þeim sem búa til leiki fyrir snjallsíma. Á síðustu fimm árum hefur velta Unity að jafnaði tvöfaldast á ári hverju. Rúmur helmingur þeirra sem þróa forrit fyrir farsíma og spjaldtölvur styðjast við tækni Unity.