Skilanefnd Kaupþings hefur síðustu vikur unnið að samkomulagi við þýsk stjórnvöld um greiðslu innstæðna til viðskiptavina Kaupthing EDGE í Þýskalandi.

Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim á næstu dögum eða vikum.

Fulltrúar frá skilanefnd Kaupþings munu funda með þýska fjármálaráðuneytinu og þýska fjármálaeftirlitinu vegna þessa í næstu viku.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skilanefnd Kaupþings.