Verið er að ganga frá stofnun nýs fjárfestingafélags í eigu þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar. Eigið fé hins nýja félags verður samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins 35 til 40 milljarðar króna. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Þórður Már mun veita fyrirtækinu forstöðu en hann er fyrrverandi forstjóri Straums Burðaráss Fjárfestingabanka. Sömuleiðis hefur Aðalsteinn Jónasson hæstaréttarlögmaður verið ráðinn til fyrirtækisins en hann veitti lögfræðisviði Straums Burðaráss forstöðu þar til fyrir tveimur mánuðum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins munu þeir Magnús og Kristinn leggja hlutabréf sín í FL Group og Kaupþingi banka inn í þetta nýja fjárfestingafélag en þeir eru meðal stærstu hluthafa FL Group.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.