Stjórnvöld vinna nú að því að breyta erlendum skuldum sveitarfélaga í innlend lán. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag að nú sé unnið að því að koma erlendum lánum sveitarfélaga heim.

Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í erindi sínu að setja þurfi reglur um skuldsetningu sveitarfélaga og að banna þurfi lántökur í erlendri mynt. Steingrímur tók undir orð Illuga.