Unnið er að lyklafrumvarpi svokölluðu í innanríkisráðuneytisins og er stefnt að því að leggja það fram á Alþingi í haust. Fram kemur í Fréttablaðinu um frumvarpið í dag að það miði að því að gera eigendum yfirskuldsettra íbúða kleift að losna undan eignum sínum án þess að verða gjaldþrota undan eftirstöðvum sem veð stendur ekki undir.

Samhliða þessu er unnið að útfærslu leiða til að hjálpa eignalausum einstaklingum að greiða kostnað þegar þeir óska eftir gjaldþrotaskiptum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom inn á lyklafrumvarpið í stefnuræðu sinni í gær og sagði það tímabundna aðgerð. sem eigi að leysa vanda tengdan afleiðingum efnahagshrunsins.