*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 11. nóvember 2013 11:10

Unnið að nauðasamningi Spron verðbréfa

Stefnt er að því að samþykkja nauðasamninga Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans fyrir áramót.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

Slitastjórn Spron Verðbréfa vinnur að nauðasamningi fyrir félagið og hefur lagt fram frumvarp að slíkum samningi. Stjórnin hefur boðað kröfuhafa til fundar þar sem frumvarp að nauðasamningi verður kynntur í þaula. 

Skrá yfir atkvæðismenn verður jafnframt tekið til formlegrar meðferðar á fundinum og munu þeir kjósa um það, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag. 

Spron Verðbréf heyra undir Dróma, sem jafnframt fer með eignir Frjálsa fjárfestingarbankans. Frjálsi var í eigu SPRON frá því í lok árs 2002. Skilanefnd tók yfir rekstur beggja félaga eftir að bæði Spron og Frjálsi óskuðu eftir slitameðferð júní árið 2009. 

VB.is greindi frá því í síðustu viku að frumvarp um nauðasamninga Frjálsa verður kynnt á kröfuhafafundi þann 28. nóvember næstkomandi. Á fundinum mun atkvæðagreiðsla um frumvarpið fara fram.