Landsvirkjun og Orkusalan ehf. áforma að reisa allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Hólmsá í Skaftárhreppi, í Vestur Skaftafellssýslu. Matsvinnan er hafin og getur fólk nálgast drög að tillögu að matsáætlun á síðu Landsvirkjunar. Þar er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýs.

Á mbl.is á föstudaginn kom fram að Landsvirkjun og Orkusalan hefðu óskað eftir tilboðum í jarðfræðirannsóknir vegna Hólmsárvirkjunar. Verkið felur í sér boranir sem hafa það að markmiði að kanna jarðlög á svæðinu.

Ragna Sara Jónssdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði við mbl.is á föstudaginn að fjölmargir virkjunarkostir væru rannsakaðir af Landsvirkjun. Þessi virkjunarkostur væri til meðferðar í Rammáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða eins og fjölmargir aðrir kostir og engin ákvörðun lægi fyrir um gerð Hólmsárvirkjunar á meðan sú vinna stendur yfir.