*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 16. nóvember 2011 07:56

Unnið að skuldauppgjöri við eiganda Rúmfatalagersins

Jákup á Dul Jacobsen, eigandi turnsins við Smáratorg og Rúmfatalagersins, vinnur að skuldauppgjöri við Arion og Landsbankann.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Færeyingurinn Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi og eigandi Rúmfatalagersins og eigandi meðal annars turnsins við Smáratorg, Korputorgs, Glerártorgs og Ilvu, vinnur að skuldauppgjöri við lánardrottna, Arion banka og Landsbankann. DV greinir frá þessu í dag. Skuldir hans við bankahrun námu um 470 milljónumevra, jafnvirði tæplega 75 milljarða króna á núvirði.

Að því er DV greinir frá er móðurfélag fyrirtækjasamstæðu Jákups félagið SMI ehf., þar sem hann situr í stjórn. Bjarni Þórður Bjarnason hjá Arctica Finance gegnir stjórnarformennsku fyrir hönd Jákups. Tveir aðrir stjórnarmenn sitja í stjórn fyrir hönd Landsbankans og Arion. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi frá árinu 2008 námu skuldir félagsins 43 milljörðum króna. Bókfærðar eignir námu 48,5 milljörðum. Önnur félög halda þó um eintaka eignir, líkt og Rúmfatalagerinn. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis hefur Landsbankinn leyst til sín meirihluta hlutafjár í SMI vegna erfiðar skuldastöðu félaga Jákups.