Stoðir eru nú að leita að ráðgjafa til að sjá um sölu á Tryggingamiðstöðinni. Stoðir eiga nú 99% hlut í TM, en ekki er ljóst enn hve stór hluti verður seldur. Hafa Stoðir nú haft samband við nokkur fyrirtæki sem sérhæfa sig í ráðgjöf á þessu sviði, en Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir að samstarfsaðili hafi ekki enn verið valinn.

Júlíus Þorfinnsson
Júlíus Þorfinnsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hvað varðar söluferlið almennt segir hann að í vor hafi verið stefnt að því að ljúka sölunni innan árs. „Þetta verður vetrarverkefni hjá okkur,“ segir Júlíus. Komið hefur fram að áhugi hefur verið fyrir því að skrá bréf TM á markað og er því ekki útilokað að skráning fari fram samhliða sölu á kjölfestuhlut í fyrirtækinu.