*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 6. ágúst 2015 11:52

Unnið að söngleik um Steve Jobs

Söngleikur um stofnanda Apple væntanlegur í Los Angeles árið 2017.

Ritstjórn
Steve Jobs.

Unnið er hörðum höndum að því að búa til söngleik um líf Steve Jobs, stofnanda Apple, og er markmiðið að frumsýna hann í Los Angeles árið 2017. Frá þessu greinir Los Angeles Times.

„The (R)evolution of Steve Jobs“ mun fara yfir lífshlaup Jobs heitins og einnig samband hans við eiginkonuna Laurene Powell Jobs, sem og dóttur hans sem hann afneitaði stóran hluta æsku hennar.

 

Byrjað verður að vinna í söngleiknum á þessu ári, en hann verður einhvers konar ópera. Tónskáldið Mason Baters er á bakvið verkefnið, en hann er einnig plötusnúður. Hann samdi áður tónverk sem kallast „Omnivorous Future“ og blandar það saman sinfoníu og raftónlist.

Stikkorð: Apple Steve Jobs tónlist
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is