Desember er annasamur tími hjá einum stærsta framleiðanda goss og áfengis og stærsta innflutningsfyrirtæki og heildsölu landsins á sínu sviði.

Ölgerð Egils Skallagrímssonar ber meðal annars ábyrgð á því að koma jólavörum eins og malti, appelsíni og QualityStreet konfekti í búðirnar fyrir jólin. Í sumum deildum er unnið allan sólarhringinn fyrir jólin til að anna eftirspurn, að sögn Svanhildar Sigurðardóttur, samfélags- og samskiptastjóra Ölgerðarinnar.

„Í framleiðslu er unnið frá 7.30 til 1.30 alla daga en allan sólarhringinn alla daga í ölsuðu. Þar er ekkert stoppað enda ekki hægt því það er nauðsynlegt að hafa til bjór fyrir þyrsta Íslendinga,“ segir Svanhildur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .