„Við munum ekki fórna vandvirkninni fyrir tímasetninguna,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um fyrirhugaða upptöku náttúrupassa næsta sumar. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, vakti máls á náttúrupössunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þar benti hann á að ýmsir í ferðaþjónustunni og fagmenn á sviði ferðamála innan háskólanna hafi varað við innleiðingu náttúrupassa og þeir frekar mælt með gjaldtöku á ferðamenn með öðrum leiðum, s.s. með gistináttaskatti.

Ragnheiður sagði vinnu farna af stað um útfærslu á svokölluðum náttúrupassa í samráði við þá sem tengist málinu.

„Árið 2014 verður ekki ár glataðra tækifæra,“ sagði hún.