Lögreglumennirnir tveir, sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara fyrir meint brot á þagnarskyldu, störfuðu samhliða vinnu sinni hjá embættinu fyrir þrotabú Milestone og fengu fyrir það greiddar 30 milljónir króna. Meðal þess sem þeir gerðu fyrir þrotabúið var að taka saman skýrslu um greiðsluhæfi félagsins fyrir fall þess, en ekki er rétt, sem fram hefur komið í fréttum, að 30 milljóna króna greiðslan hafi komið fyrir þessa skýrslu eina.

Munu mennirnir tveir hafa sagst vinna þessa aukavinnu með vitund sérstaks saksóknara, en svo reyndist ekki vera, því athæfi þeirra mun ekki hafa komið í ljós fyrr en fyrir nokkrum vikum innan embættisins.