Blaðamennirnir Björk Eiðsdóttir, sem hér er á myndinni, og Erla Hlynsdóttir unnu mál sín gegn íslenskra ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómurinn var kveðinn upp í morgun og var ríkinu gert að greiða þeim bætur.

Björk Eiðsdóttir
Björk Eiðsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Björk starfaði fyrir tímaritið Vikan og hlaut dóm fyrir meiðyrði fyrir dómstólum hér á landi en stefnandi þess máls var eigandi nektarstaðarins Goldfinger í Kópavogi. Erla starfaði fyrir DV og hlaut dóm fyrir meiðyrði vegna skrifa um nektarstaðinn Strawberries.

Í dómi Mannréttindadómstólsins kemur fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Í máli Bjarkar er ríkinu gert að greiða henni 37.790 evrur, þar af 5.000 evrur í miskabætur, en í máli Erlu 21.500 evrur, þar af eru einnig 5.000 evrur í skaðabætur. Samtals þarf ríkið því að greiða þeim Björk og Erlu um 9,4 milljónir íslenskra króna.