*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 7. maí 2021 15:32

Unnur Ásta nýr meðeigandi Magna

Unnur Ásta hefur gengið í hóp eigenda Magna Lögmanna, hún hefur starfað hjá Magna síðan 2012.

Snær Snæbjörnsson
Unnur Ásta, nýr meðeigandi Magna Lögmanna

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir sem starfað hefur hjá MAGNA Lögmönnum og forvera þess, Lögmönnum Höfðabakka, frá árinu 2012 hefur nú gengið í hóp eigenda MAGNA. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hlaut málflutningsréttindi sama ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magna.

„Unnur Ásta er ein af þeim sem hefur unnið sig upp hér alveg frá byrjun. Hún hóf störf 2012, þá sem aðstoðarmaður lögmanna. Hún öðlaðist svo meistaragráðu sína og málflutningsréttindi og hefur m.a. starfað sem fulltrúi og verkefnisstjóri stofunnar síðan. Við þessar aðstæður hefur Unnur Ásta öðlast fjölbreytta reynslu, traust viðskiptavina og okkar meðeigendanna og því fögnum við því að fá hana í hóp meðeiganda MAGNA," segir Þórður Bogason framkvæmdastjóri Magna í tilkynningunni.

Sérsvið Unnar Ástu eru fjölskylduréttur, vinnuréttur, erfðaréttur, stjórnsýsluréttur, eignaréttur, fjarskiptaréttur og málflutningur. „Það er afskaplega ánægjulegt að standa í þessum sporum. Ég lít björtum augum á framtíðina með MAGNA og er spennt fyrir komandi tímum og er stolt af því að vera hluti af þessu góða teymi sem hér er. Úrlausnarefnin sem við fáumst við hér hjá MAGNA eru fjölbreytileg og skemmtileg," segir Unnur Ásta í tilkynningunni.