Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, ætlar ekki í leiðtogaprófkjör í Reykjavík. Unnur greindi frá þessu í þættinum Í vikulokin á Rás 1. Unnur Brá segir þetta vera meðal annars af þeirri ástæðu að hún er varaþingmaður í Suðurkjördæmi.

Unnur Brá er meðal þeirra sem hafa verið orðuð við leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir lýsti yfir að hún hygðist ekki bjóða sig fram í leiðtogaprófkjörinu, sem verður 27. janúar. Áslaug María Friðriksdóttir hefur hins vegar lýst yfir áhuga, og þá hefur Kjartan Magnússon legið undir feldi. Þau eru bæði borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.