*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Fólk 26. júlí 2020 15:04

Unnur María til Salt Pay

Unnur María Birgisdóttir hefur verið ráðin til Salt Pay.

Ritstjórn
Unnur María Birgisdóttir hefur verið ráðin til Salt Pay.
Aðsend mynd

Unnur María Birgisdóttir hefur verið ráðin til Salt Pay. Unnur María hefur unnið við sálfræðitengdar rannsóknir hjá Kaupmannahafnarháskóla, unnið með einum helsta sérfræðingi Danmerkur innan jákvæðrar sálfræði, veitt afreks- og atvinnuíþróttafólki andlega þjálfun, ásamt því að hafa meðframleitt og markaðssett kvikmyndina Heild, eftir Pétur Kristján Guðmundsson.

Þá starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá 365. Unnur María lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands, útskrifaðist með B.Sc. gráðu í heilbrigðisvísindum frá Kaupmannahöfn og svo með M.Sc. gráðu í þjálfunarsálfræði frá London haustið 2014.