Unnur Míla Þorgeirsdóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar ALM Verðbréfa hf.

Er Unnur Míla menntaður hagfræðingur. Hún hefur bæði starfað á innlendum og erlendum fjármálamarkaði. Hún starfaði um árabil sem forstöðumaður eingastýringar MP banka og var áður í eignastýringu VÍB.

Frá árinu 2007 hefur hún sérhæft sig á sviði fjárstýringar fyrirtækja og fjármálastofnana.

Síðastliðin sex ár þá hefur Unnur Míla starfað í London við mótun á fjárfestingastefnu, stýringu á alþjóðlega lausafjársafni og uppbyggingu tengsla við erlendar fjármálastofnanir.

Unnur mun koma til með að leiða áframhaldandi uppbyggingu tengsla á sérhæfðri eignastýringu ALM fyrir fyrirtæki, stofnanir og fagfjárfesta.