Lottó
Lottó
Skosk hjón frá Skotlandi unnu 161 milljón punda í EuroMillions lottóinu á þriðjudag eða rúmlega 30 milljarða króna. Vinningshafarnir eru frá Largs í Ayrshire í Skotlandi og heita Colin og Christine Weir. Upplýstu þau fjölmiðlum í dag að þau hefðu unnið lottópottinn. Er þetta hæsti vinningur sem gengið hefur út í lottói í Evrópu.

Colin og Christine búa eiga tvö uppkomin börn og ætla sér að kaupa hús og bíla fyrir sig og þau. Þá ætla þau að ferðast til Kína og Ástralíu. Colin er 64 ára og Christine er 55 ára og eru þau bæði farin af vinnumarkaðnum.

Christine sagði í viðtali að þau hjón hefður ekki getað sofið eftir þau komust að sigrinum. "Við gátum ekki sofið, klukkan var 4:00 að nóttu og við opnuðum vínflösku og ég drekk ekki einu sinni áfengi," sagði Christine í samtali við Daily mail.