*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Erlent 17. mars 2014 18:21

Unnusta Jaggers finnst látin

Hönnuðurinn L'Wren Scott fannst látin í íbúð sinni í New York í dag. Grunur leikur á að hún hafi svipt sig lífi.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Hönnuðurinn L'Wren Scott, unnusta Micks Jaggers, fannst látin í íbúð sinni í New York í dag. Scott, sem var 49 ára gömul, fannst klukkan 10 að staðartíma eða klukkan tvö að íslenskum tíma.

Lögreglan rannsakar málið sem sjálfsvíg en læknir hefur ekki staðfest dánarorsökina. Talsmaður rokkarans Micks Jagger segir að hann sé miður sín vegna andlátsins. 

Á vef BBC kemur fram að Rolling Stones eru í tónleikaferðalagi í Ástralíu. 

Stikkorð: Mick Jagger