Greiða má niður skuldir hins opinbera, draga úr áhættu í ríkisrekstri, taka ábyrgð á skuldum ríkisfyrirtækis af herðum skattgreiðenda og bætt lánshæfi landsins ákveði ríkið að selja 30% hlut í Landsvirkjun, s.s. með skráningu þess á markað.

Þetta segir Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands. Hann skrifaði grein um málið í Morgunblaðinu sem birtist í dag. Hann hefur áður mælt fyrir því að stjórnvöld horfi til þess hvernig Norðmenn fóru að þegar norska ríkið seldi 30% hlut í ríkisolíufélaginu Statoil.

VB sjónvarp ræddi við Ásgeir.