Fjallað verður um mikilvægi þess að Ísland nái að auka fram­leiðslugetu í hagkerfinu með eflingu útflutnings og framleiðni í gegnum opnara hagkerfi á Viðskiptaþingi Viðskipta­ráðs Íslands. Uppbygging alþjóðageirans er yfirskrift fundarins sem haldinn verður miðvikudaginn 12. febrúar næstkomandi.

Sven Smit verður meðal fyrirlesara á fundinum en hann er framkvæmdastjóri hjá McKinsey & Company og mun fjalla um vaxtamöguleika hér á landi. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, munu síðan fjalla um um­ hverfi alþjóðasprota og leiðina inn á alþjóðamarkað.